Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. september 2020 20:00 Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15
Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00