Innlent

Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni

Ritstjórn skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er aðalviðmælandi fyrsta þáttar Víglínunnar.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er aðalviðmælandi fyrsta þáttar Víglínunnar. Vísir/Einar

Fyrsta Víglína vetrarins verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, fær til sín Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í fyrri hluta þáttarins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, takast á í seinni hlutanum.

Það stefnir í átakameira þing á komandi vetri en síðastliðinn vetur og vor enda síðustu forvöð að koma stórum málum á dagskrá fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Viðreisn og Miðflokkurinn héldu stóra fundi um helgina. Viðreisn fyrri hluta landsþings og Miðflokkurinn flokksráðsfund þar sem mjög ólík framtíðarsýn flokkanna kom skýrt fram.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×