Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2020 10:00 Þorsteinn og Ragnar Þór sjá hlutina ekki alveg sömu augum þegar kemur að kjaramálum á vinnumarkaði. Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sprengisandur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum.
Sprengisandur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira