Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira