Innlent

Handtekin með talsvert magn af kannabisi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fólkið var handtekið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi en sleppt að lokinni skýrslutöku.
Fólkið var handtekið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi en sleppt að lokinni skýrslutöku. Vísir/Vilhelm

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöldi tvo karla og eina konu sem voru með talsvert magn af kannabisi í fórum sínum.

Eru þau grunuð um sölu og dreifingu á efninu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum.

Ekki er búið að vigta efnið og því fást ekki nákvæmar upplýsingar um hversu mikið magn þremenningarnir voru teknir með.

Þau voru yfirheyrð vegna málsins og látin laus að lokinni skýrslutöku í nótt. Málið er áfram í rannsókn.

Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×