Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöldi tvo karla og eina konu sem voru með talsvert magn af kannabisi í fórum sínum.
Eru þau grunuð um sölu og dreifingu á efninu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum.
Ekki er búið að vigta efnið og því fást ekki nákvæmar upplýsingar um hversu mikið magn þremenningarnir voru teknir með.
Þau voru yfirheyrð vegna málsins og látin laus að lokinni skýrslutöku í nótt. Málið er áfram í rannsókn.