Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2020 20:01 Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira