Innlent

Þrjátíu starfsmenn smitaðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/vilhelm

Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. Fresta hefur þurft aðgerðum vegna þeirrar stöðu sem uppi er komin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala en spítalinn er nú á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins. Einangrun og sóttkví starfsmanna hefur haft áhrif á starfsemi í skurðlækningaþjónustu og hefur nú um 60 aðgerðum verið frestað, að því er fram kemur í frétt Mbl.

Aðgerðum er þó forgangsraðað þannig að allar brýnar aðgerðir á borð við krabbameinsaðgerðir eru framkvæmdar.

Þá hafa 40 starfsmenn á Hringbraut verið boðaðir í skimun fyrir veirunni í dag. Dregið verður úr starfsemi göngudeilda A3 og B3 til að styrkja Covid-göngudeild spítalans. Gert er ráð fyrir að sú ráðstöfun gildi fram yfir helgi.

Einn liggur inni á spítalanum með veiruna og 357 sjúklingar eru í eftirliti Covid-göngudeildar. Líkt og áður segir eru 176 starfsmenn í sóttkví, þar á meðal forstjórinn Páll Matthíasson og Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra. Þrjátíu starfsmenn eru smitaðir af veirunni og eru í einangrun.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.