Innlent

Gætu þurft að fresta aðgerðum vegna smita

Sylvía Hall skrifar
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans. Vísir

Sautján starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 150 í sóttkví eftir að smit komu upp meðal starfsmanna. Flest smit komu upp á skrifstofum spítalans en einnig á skurðdeildum, og gætu þau haft áhrif á starfsemina þar.

Greint var frá því fyrr í dag að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, væri á meðal þeirra sem hefðu þurft í sóttkví. Hann fór í skimun í gær og fékk neikvæða niðurstöðu en fer í aðra skimun síðar í vikunni.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir smitin ekki koma til með að hafa áhrif á sjúklinga. Þó gæti þurft að fresta einhverjum aðgerðum á skurðdeildum.

„Það er þannig að þegar kemur upp svona þá fer ákveðin rakning í gang. Sem betur fer er grímuskylda á Landspítala og sjúklingar eru ekki útsettir og hafa ekki verið útsettir. Það hefur enginn sjúklingur smitast á Landspítalanum,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hún segist hvetja fólk til þess að leita fyrst á heilsugæsluna til þess að sporna gegn því að álagið verði of mikið á spítalanum.

„Landspítali er þjóðarsjúkrahúsið fyrir okkur alla landsmenn. Bráðaþjónustan verður að ganga.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×