Gætu þurft að fresta aðgerðum vegna smita Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 19:03 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans. Vísir Sautján starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 150 í sóttkví eftir að smit komu upp meðal starfsmanna. Flest smit komu upp á skrifstofum spítalans en einnig á skurðdeildum, og gætu þau haft áhrif á starfsemina þar. Greint var frá því fyrr í dag að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, væri á meðal þeirra sem hefðu þurft í sóttkví. Hann fór í skimun í gær og fékk neikvæða niðurstöðu en fer í aðra skimun síðar í vikunni. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir smitin ekki koma til með að hafa áhrif á sjúklinga. Þó gæti þurft að fresta einhverjum aðgerðum á skurðdeildum. „Það er þannig að þegar kemur upp svona þá fer ákveðin rakning í gang. Sem betur fer er grímuskylda á Landspítala og sjúklingar eru ekki útsettir og hafa ekki verið útsettir. Það hefur enginn sjúklingur smitast á Landspítalanum,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hvetja fólk til þess að leita fyrst á heilsugæsluna til þess að sporna gegn því að álagið verði of mikið á spítalanum. „Landspítali er þjóðarsjúkrahúsið fyrir okkur alla landsmenn. Bráðaþjónustan verður að ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Um 200 starfsmenn Landspítalans í skimun Þónokkur röð myndaðist í bílalúgu við Landspítalann í Fossvogi þegar skimun fór þar fram í dag. 20. september 2020 20:17 Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. 20. september 2020 21:43 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sautján starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 150 í sóttkví eftir að smit komu upp meðal starfsmanna. Flest smit komu upp á skrifstofum spítalans en einnig á skurðdeildum, og gætu þau haft áhrif á starfsemina þar. Greint var frá því fyrr í dag að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, væri á meðal þeirra sem hefðu þurft í sóttkví. Hann fór í skimun í gær og fékk neikvæða niðurstöðu en fer í aðra skimun síðar í vikunni. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir smitin ekki koma til með að hafa áhrif á sjúklinga. Þó gæti þurft að fresta einhverjum aðgerðum á skurðdeildum. „Það er þannig að þegar kemur upp svona þá fer ákveðin rakning í gang. Sem betur fer er grímuskylda á Landspítala og sjúklingar eru ekki útsettir og hafa ekki verið útsettir. Það hefur enginn sjúklingur smitast á Landspítalanum,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hvetja fólk til þess að leita fyrst á heilsugæsluna til þess að sporna gegn því að álagið verði of mikið á spítalanum. „Landspítali er þjóðarsjúkrahúsið fyrir okkur alla landsmenn. Bráðaþjónustan verður að ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Um 200 starfsmenn Landspítalans í skimun Þónokkur röð myndaðist í bílalúgu við Landspítalann í Fossvogi þegar skimun fór þar fram í dag. 20. september 2020 20:17 Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. 20. september 2020 21:43 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Um 200 starfsmenn Landspítalans í skimun Þónokkur röð myndaðist í bílalúgu við Landspítalann í Fossvogi þegar skimun fór þar fram í dag. 20. september 2020 20:17
Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. 20. september 2020 21:43