Lífið

Björn Ingi kominn með sérhannaða Covid-grímu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Ingi mætti með grímuna á upplýsingafund Almannavarna eftir hádegi í dag. 
Björn Ingi mætti með grímuna á upplýsingafund Almannavarna eftir hádegi í dag.  vísir/vilhelm

Björn Ingi Hrafnsson rithöfundur, sem vakið hefur athygli margra fyrir áberandi framgöngu á opinberum upplýsingafundum sem haldnir hafa verið vegna Covid-faraldursins sló viðstadda af laginu á fundinum í dag. Hann mætti með grímu fyrir vitum sér en hún er kolsvört og með sérstakri áletrun: „Björn Ingi heiti ég frá Viljanum".

Björn Ingi hefur, auk vasklegrar framgöngu á téðum fundum, verið duglegur að birta af sér myndir á Instagram en hann hefur farið í gagngera breytingu á lífsstíl og náð af sér ófáum kílóum. 

Hann er nú það sem heitir að vera silfurrefur, með gráspengt en stuttklippt hárið og hefur verið nefndur til sögunnar í úttektum fjölmiðla sem einn af kynþokkafyllstu karlmönnum landsins.

Ljósmyndari Vísis náði þessari mynd af Birni Inga á fundinum í dag en hún gefur til kynna að Björn Ingi hefur bæði húmor fyrir sjálfum sér og næmt auga fyrir litasamsetningu en svörtu og hvítu litirnir kallast skemmtilega á við gráyrjótt hárið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.