Dæmi um að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 10:36 Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34 í fyrradag. Vísir/vilhelm Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33