Innlent

Hafa safnað 25 þúsund undir­skriftum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá viðburði Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þann 19. júní, þegar byrjað var að safna undirskriftum.
Frá viðburði Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þann 19. júní, þegar byrjað var að safna undirskriftum. AÐSEND

Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá hafa nú safnað 25 þúsund undirskriftum þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“.

Í tilkynningu segir að samtökin hafi lagt upp með það í sumar að 25 þúsund undirskriftum kosningabærra Íslendinga yrði safnað fyrir 20. október. Nú þegar það hafi tekist sé ætlunin að ná 30 þúsund undirskriftum.

„25 þúsund eru 10% kosningabærra Íslendinga og táknræn tala því ef nýja stjórnarskráin hefði þegar tekið gildi gæti þessi fjöldi lagt fram lagafrumvarp á Alþingi.

Það lýsir bágborinni stöðu í lýðræðisríki að almennir borgarar þurfi að krefja þjóðsþing sitt um að það virði úrslit kosninga sem það sjálft boðaði til fyrir bráðum átta árum. En sú er staðan á Íslandi. Gríðarleg þátttaka í undirskriftasöfnuninni sýnir hins vegar að landsmenn ætla ekki að sætta sig við þessa framkomu. Yfir 25000 þúsund kjósendur hafa nú þegar sýnt það í verki,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.