Fjárflutningabíll valt í gær á Dynjandisheiði með þeim afleiðingum að um 60 fjár ýmist drápust eða voru aflífaðar á staðnum eftir slysið.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu valt bíllinn skammt frá gatnamótunum upp úr Trostansfirði í Arnarfirði en um 310 fjár voru í bílnum, samkvæmt færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tveir voru um borð í bílnum, ökumaður og farþegi, og sakaði þá ekki. Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins auk þess sem að Héraðsdýralækni var tilkynnt um slysið.
