Innlent

17 ára á 157 kíló­metra hraða á Kringlu­mýrar­braut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn ökumaður var í gærkvöldi kærður fyrir notkun farsíma við akstur. 
Einn ökumaður var í gærkvöldi kærður fyrir notkun farsíma við akstur.  Vísir/Vilhelm

17 ára ökumaður var tekinn á 157 kílómetra hraða á Kringlumýrarbrautinni upp úr klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn var tekinn er 80 kílómetrar á klukkustund.

Að því er segir í dagbók lögreglu var ökumaðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Málið var svo afgreitt með aðkomu föður hans og tilkynningu til barnaverndar.

Laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi var síðan tilkynnt um mann sem var ofurölvi með vandræði á veitingastað í Kópavogi. Er maðurinn grunaður um eignaspjöll og líkamsárás auk þess sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður sökum ástand í fangageymslu.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn ökumaður var síðan kærður fyrir notkun farsíma við akstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.