Forsætisráðherra ekki með veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 18:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16
Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10