Innlent

Þrír þingmenn komnir í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á Alþingi vegna kórónuveirunnar.
Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á Alþingi vegna kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm

Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis.

Einn þingmaður, Helgi Hrafn Gunnarsson pírati, er smitaður af kórónuveirunni og er enn í einangrun. Helgi greindi sjálfur frá því að hann væri smitaður á Facebook-síðu sinni fyrir helgi.

Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á Alþingi, sem og skrifstofu Alþingis, og vinnur mikill meirihluti þingmanna og starfsmanna heima út þessa viku, að því er segir í tilkynningu.

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis segir í samtali við Ríkisútvarpið að hún geti ekki gefið upp hvaða þingmenn eru í sóttkví vegna persónuverndarsjónarmiða. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra mættu ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að Katrín færi í Covid-sýnatöku í dag til að fá úr því skorið hvort hún hafi smitast af veirunni. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá.


Tengdar fréttir

38 manns greindust innan­lands

38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Helmingurinn, eða nítján, var ekki í sóttkví við greiningu.

Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi

Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×