Innlent

Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda

Birgir Olgeirsson skrifar
Svandís, Katrín og Lilja eru allar heima við vegna veikinda. Þær mættu ekki á reglulegan fund ríkisstjórnar í morgun vegna þessa.
Svandís, Katrín og Lilja eru allar heima við vegna veikinda. Þær mættu ekki á reglulegan fund ríkisstjórnar í morgun vegna þessa. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir Katrínu fara í Covid-sýnatöku í dag til að fá úr því skorið hvort hún hafi smitast af kórónuveirunni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm

Róbert tekur þó fram að Katrín hafi ekki verið útsett fyrir smiti síðustu daga, en Katrín fann fyrst fyrir einkennum í gærkvöldi. Verið sé að gæta ítrustu varúðar í tilfelli ráðherranna. Sóttvarnayfirvöld hafa beðið alla sem finna fyrir flensueinkennum og að halda sig heima og hafa ráðherrarnir fylgt þeim fyrirmælum.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækir heldur ekki fundinn, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, er heldur ekki á ríkisstjórnarfundinum vegna veikinda. Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir Lilju vera með kvef. Hún vinni því að heiman. Fyllstu varúðar sé gætt.

Uppfært 11:13 með upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Uppfært 10:22: Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er Svandís með flensulík einkenni og fer í sýnatöku í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.