Efast um að „LBG teymið“ eigi upp á pallborðið hjá hinsegin samfélaginu Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 23:01 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. Vísir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna´’78, segir stórefast um að nýr umræðuvettvangur sam- og tvíkynhneigðs fólks, sem gefur sig út fyrir að vilja „breyta áherslum“ í umræðu um kynhneigð sína og standa vörð um tjáningarfrelsið, eigi upp á pallborðið hér á landi. Samtökin nefnast LBG teymið, en þau hafa verið sökuð um transfóbíu á samfélagsmiðlum. LBG teyminu er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir sam- og tvíkynhneigt fólk. Iva Marín Adrichem er ein þeirra sem kemur að stofnun vettvangsins og lýsti hún honum sem „frjálslyndum, opnum og lýðræðislegum umræðuvettvangi“ í grein sem birtist á vef Mannlífs í dag. Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kemur að stofnun LBG teymisins. „Mín skoðun er að fólkið sem talar hæst um fjölbreytileika kunni ekki að meta fjölbreytileika nema þegar kemur að utanaðkomandi eða meðfæddum eiginleikum á borð við kyn, kynhneigð, aldur, fötlun, húðlit o.s.frv. Fjölbreytileika í hugsunarhætti, pólitískri afstöðu og lífsstíl er virkilega ábótavant og mér finnst því miður viljinn til að fagna honum ekki vera fyrir hendi innan „hinsegin samfélagsins“,“ segir Iva Marín. Fjölbreytileikanum hafi verið fórnað í þágu „skoðanakúgunar“ af hálfu háværs minnihluta að hennar mati. Hinsegin samfélagið samheldnara hér á landi Samtökin hafa tengingu við LBG Alliance, sem er hópur hinsegin fólks sem var stofnaður vegna óánægju með jákvætt viðhorf í garð trans fólks innan Stonewall-samtakanna. Einn stofnenda hópsins lýsti eftir meðlimum í LBG teymið á Facebook-hópnum „Hommaspjallið“ og fylgdi auglýsing frá LBG Alliance með. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, ræddi samtökin í samtali við Stundina í dag. Hún sagði hópinn stofnaðan til þess að beita sér gegn réttindum trans fólks og tilraun til þess að flytja inn transfóbíska orðræðu til Íslands. Hún, líkt og Þorbjörg, telur ekki líklegt að hópurinn nái fótfestu innan hinsegin samfélagsins hér á landi. „Hinsegin samfélagið á Íslandi er miklu samheldnara en í Bretlandi þar sem umræður eru mjög fjandsamlegar og erfiðar gagnvart transfólki. Ég held að fólk kæri sig ekki um að það sé verið að flytja inn svona bull, það sér í gegnum þetta.“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Í samtali við Vísi tekur Þorbjörg í sama streng og sér ekki fram á að hópurinn verði að stórri hreyfingu hér á landi. Eftir því sem hún kemst næst eru aðeins fjórar manneskjur í þessu teymi. Hún hefur þó áhyggjur af því að þetta gæti haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. „Auðvitað get ég ekki talað fyrir trans fólk og þeirra reynslu, en umræðan í samfélaginu hefur verið hatrömm undanfarið,“ segir Þorbjörg. Hún segir það sorglega þróun sem hafi verið áberandi erlendis en hafi sem betur fer ekki verið eins áberandi hér á landi. „Við þurfum að vera vakandi fyrir svona umræðu því á endanum hefur hún áhrif. Ég held að fólk megi alveg hugsa sig um áður en það tjáir svona skoðanir, því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Uggur í hinsegin samfélaginu Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum í dag vegna LBG teymisins. Hinsegin fólk hefur lýst yfir áhyggjum af því að boðskapur samtakanna verði til þess að hatursorðræða í garð trans fólks fari að aukast og grafi undan réttindabaráttu þeirra. Þá hafa margir gagnrýnt samtökin, bæði fólk innan hinsegin samfélagsins og stuðningsmenn þess, og sagt það fjarri lagi að samtökin snúist um tjáningarfrelsi. Vá hvað það er gífurlega mikil mannvonska að stofna anti-trans hreyfingu. Þetta yfirklór að LGB Teymið snúist um tjáningafrelsi er svo næfurþunnt að hvert einasta mannsbarn sér í gegnum það sem er ekki transphobe.— Milljón (@SteiniFrid) September 21, 2020 Þá hafa margir kallað eftir samstöðu með trans fólki. Með því að stofna slíkan umræðuvettvang sem útiloki ákveðinn hluta hinsegin samfélagsins sé verið að vega að réttindabaráttu þeirra. „Við höfum ekki efni á að leyfa þessum hugsunarhætti að ná rótfestu.“ Þetta vegur mjög þungt að mér s.l. daga og ég hvet alla til að sýna samhug og stuðning í verki. Við höfum ekki efni á að leyfa þessum hugsunarhætti að ná rótfestu.— Bríet í Macland (@thvengur) September 20, 2020 ég er algjörlega búið á því, get ekki meira af kjaftæði - hlúið að fólkinu í kringum ykkursendi aftur extra mikla ást á öll trans systkini mín í dag og takk þið sem standið við bakið á okkur— Vally ⚧ (@kynsegin) September 21, 2020 Ég skil svo vel að trans samfélagið sé orðið langþreytt á því að þurfa að vera endalaust í vörn, og nú frá árásum innan hinsegin samfélagsins. Það er löngu kominn tími til að við cis-fólk styðjum trans systkini okkar rétt eins og þau hafa stutt okkur. 1/2 https://t.co/bjCEb36jMi— Númi #RefugeesWelcome (@numisveins) September 21, 2020 Við þurfum að segja hátt og skýrt: það er EKKERT jafnrétti án transfólks. LBG samtök eiga EKKERT erindi í umræðuna. Ef eitthvað er þá ættu réttindi transfólks að fá fimmfalt MEIRI athygli og áherslu. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við. Og við stöndum með ykkur✊🏼❤️ 2/2— Númi #RefugeesWelcome (@numisveins) September 21, 2020 Hinsegin Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna´’78, segir stórefast um að nýr umræðuvettvangur sam- og tvíkynhneigðs fólks, sem gefur sig út fyrir að vilja „breyta áherslum“ í umræðu um kynhneigð sína og standa vörð um tjáningarfrelsið, eigi upp á pallborðið hér á landi. Samtökin nefnast LBG teymið, en þau hafa verið sökuð um transfóbíu á samfélagsmiðlum. LBG teyminu er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir sam- og tvíkynhneigt fólk. Iva Marín Adrichem er ein þeirra sem kemur að stofnun vettvangsins og lýsti hún honum sem „frjálslyndum, opnum og lýðræðislegum umræðuvettvangi“ í grein sem birtist á vef Mannlífs í dag. Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kemur að stofnun LBG teymisins. „Mín skoðun er að fólkið sem talar hæst um fjölbreytileika kunni ekki að meta fjölbreytileika nema þegar kemur að utanaðkomandi eða meðfæddum eiginleikum á borð við kyn, kynhneigð, aldur, fötlun, húðlit o.s.frv. Fjölbreytileika í hugsunarhætti, pólitískri afstöðu og lífsstíl er virkilega ábótavant og mér finnst því miður viljinn til að fagna honum ekki vera fyrir hendi innan „hinsegin samfélagsins“,“ segir Iva Marín. Fjölbreytileikanum hafi verið fórnað í þágu „skoðanakúgunar“ af hálfu háværs minnihluta að hennar mati. Hinsegin samfélagið samheldnara hér á landi Samtökin hafa tengingu við LBG Alliance, sem er hópur hinsegin fólks sem var stofnaður vegna óánægju með jákvætt viðhorf í garð trans fólks innan Stonewall-samtakanna. Einn stofnenda hópsins lýsti eftir meðlimum í LBG teymið á Facebook-hópnum „Hommaspjallið“ og fylgdi auglýsing frá LBG Alliance með. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, ræddi samtökin í samtali við Stundina í dag. Hún sagði hópinn stofnaðan til þess að beita sér gegn réttindum trans fólks og tilraun til þess að flytja inn transfóbíska orðræðu til Íslands. Hún, líkt og Þorbjörg, telur ekki líklegt að hópurinn nái fótfestu innan hinsegin samfélagsins hér á landi. „Hinsegin samfélagið á Íslandi er miklu samheldnara en í Bretlandi þar sem umræður eru mjög fjandsamlegar og erfiðar gagnvart transfólki. Ég held að fólk kæri sig ekki um að það sé verið að flytja inn svona bull, það sér í gegnum þetta.“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Í samtali við Vísi tekur Þorbjörg í sama streng og sér ekki fram á að hópurinn verði að stórri hreyfingu hér á landi. Eftir því sem hún kemst næst eru aðeins fjórar manneskjur í þessu teymi. Hún hefur þó áhyggjur af því að þetta gæti haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. „Auðvitað get ég ekki talað fyrir trans fólk og þeirra reynslu, en umræðan í samfélaginu hefur verið hatrömm undanfarið,“ segir Þorbjörg. Hún segir það sorglega þróun sem hafi verið áberandi erlendis en hafi sem betur fer ekki verið eins áberandi hér á landi. „Við þurfum að vera vakandi fyrir svona umræðu því á endanum hefur hún áhrif. Ég held að fólk megi alveg hugsa sig um áður en það tjáir svona skoðanir, því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Uggur í hinsegin samfélaginu Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum í dag vegna LBG teymisins. Hinsegin fólk hefur lýst yfir áhyggjum af því að boðskapur samtakanna verði til þess að hatursorðræða í garð trans fólks fari að aukast og grafi undan réttindabaráttu þeirra. Þá hafa margir gagnrýnt samtökin, bæði fólk innan hinsegin samfélagsins og stuðningsmenn þess, og sagt það fjarri lagi að samtökin snúist um tjáningarfrelsi. Vá hvað það er gífurlega mikil mannvonska að stofna anti-trans hreyfingu. Þetta yfirklór að LGB Teymið snúist um tjáningafrelsi er svo næfurþunnt að hvert einasta mannsbarn sér í gegnum það sem er ekki transphobe.— Milljón (@SteiniFrid) September 21, 2020 Þá hafa margir kallað eftir samstöðu með trans fólki. Með því að stofna slíkan umræðuvettvang sem útiloki ákveðinn hluta hinsegin samfélagsins sé verið að vega að réttindabaráttu þeirra. „Við höfum ekki efni á að leyfa þessum hugsunarhætti að ná rótfestu.“ Þetta vegur mjög þungt að mér s.l. daga og ég hvet alla til að sýna samhug og stuðning í verki. Við höfum ekki efni á að leyfa þessum hugsunarhætti að ná rótfestu.— Bríet í Macland (@thvengur) September 20, 2020 ég er algjörlega búið á því, get ekki meira af kjaftæði - hlúið að fólkinu í kringum ykkursendi aftur extra mikla ást á öll trans systkini mín í dag og takk þið sem standið við bakið á okkur— Vally ⚧ (@kynsegin) September 21, 2020 Ég skil svo vel að trans samfélagið sé orðið langþreytt á því að þurfa að vera endalaust í vörn, og nú frá árásum innan hinsegin samfélagsins. Það er löngu kominn tími til að við cis-fólk styðjum trans systkini okkar rétt eins og þau hafa stutt okkur. 1/2 https://t.co/bjCEb36jMi— Númi #RefugeesWelcome (@numisveins) September 21, 2020 Við þurfum að segja hátt og skýrt: það er EKKERT jafnrétti án transfólks. LBG samtök eiga EKKERT erindi í umræðuna. Ef eitthvað er þá ættu réttindi transfólks að fá fimmfalt MEIRI athygli og áherslu. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við. Og við stöndum með ykkur✊🏼❤️ 2/2— Númi #RefugeesWelcome (@numisveins) September 21, 2020
Hinsegin Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira