Lífið

Spurningin um Reyni Bergmann sem sló í gegn í þættinum Kviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör í Kviss á laugardagskvöldinu.
Mikið fjör í Kviss á laugardagskvöldinu.

Sóli Hólm og Sólrún Diego mynduðu saman sterkt teymi í síðasta þætti af Kviss á laugardagskvöldið á Stöð 2. 

Þau komu fram fyrir hönd Þróttara en andstæðingar þeirra voru þau Eva Laufey og leikarinn Hallgrímur Ólafsson, Halli Meló, sem kepptu fyrir hönd ÍA.

Margar skemmtilegar spurningar komu fram í þættinum og ein þeirra hljómaði svona:

„Samfélagsmiðlastjarnan Reynir Bergmann mætti í sjónvarpsþáttinn Sjáðu á dögunum og fór yfir uppáhalds bíómyndir sínar. Reynir viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um bíómyndir og á köflum átti stjórnandi þáttarins, Ásgeir Kolbeinsson, erfitt með að átta sig á því hvaða mynd hann væri að tala um hverju sinni. Við sjáum nú brot úr þættinum þar sem Reynir lýsir þremur mismunandi myndum og spurningin er hvaða kvikmyndir er hann að tala um.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Kviss.

Klippa: Spurningin um Reyni Bergmann sem sló í gegn í þættinum Kviss

Hér að neðan má sjá þegar Reynir Bergmann mætti í Sjáðu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.