Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórir Guðmundsson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er sagt frá öllum nýjustu vendingum í kórónumálum, þar á meðal framlengingu á lokun skemmtistaða og hættustigi sem Landspítalinn er kominn á eftir að smit komu upp á spítalanum. Við segjum frá framgangi þriðju bylgju faraldursins, sem kemur við fólk í löndum víðs vegar um heim.

Fjallað verður um deilurnar í Bandaríkjunum sem spruttu upp um leið og fréttist af dauða Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara. Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að tilnefna konu sem dómara og vill að hún verði staðfest í embætti án tafar af öldungadeild Bandaríkjaþings.

Ekki missa af ógnvekjandi myndum af öldunum sem gengu yfir Eiðsgranda í gærkvöldi, þar sem sjórinn gekk yfir fólk sem þar kom að, sendi stóra hnullunga á land og reif upp torf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.