Setur spurningarmerki við hvort VG sé stjórntækur flokkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 13:00 Sigríður Á. Andersen setur spurningarmerki við það hvort VG sé stjórntækur flokkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06