Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. september 2020 20:00 Haraldur Anton Skúlason er eigandi Lebowski bar. BALDUR HRAFNKELL Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira