Hvetur Bolla til að flytja heim frá Spáni og endurnýja kynnin við miðborgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 12:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Önnur síða opnuauglýsingar Bolla Kristinssonar athafnamanns er til hægri á mynd. Vísir/vilhelm/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur. Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur.
Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35