Gagnrýnir Þjóðleikhúsið fyrir einsleita auglýsingu og kallar eftir fjölbreyttari flóru Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 07:00 Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir ábyrgð listrænna stjórnenda mikla. Það sé nauðsynlegt að huga að því að sögur sem flestra fái að heyrast og að menningarlífið endurspegli fjölbreytileikann. Birta Rán Björgvinsdóttir Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“ Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“
Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira