Innlent

Fjórir réðust á mann sem einnig er sakaður um líkamsárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar stöðvuðu einnig 17 ára ökumann á Kringlumýrabraut. Hann var á 113 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar.
Lögregluþjónar stöðvuðu einnig 17 ára ökumann á Kringlumýrabraut. Hann var á 113 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Vísir/Vilhelm

Fjórir menn réðust á einn í Kópavogi um klukkan sex í gær. Mennirnir veittu honum áverka og unnu skemmdir á bíl hans. Sá sem fyrir árásinni varð fór á Bráðadeild til aðhlynningar en samkvæmt dagbók lögreglu er sá gerandi í líkamsárásarmáli sem var skráð 40 mínútum áður.

Þar var maðurinn kærður fyrir hótanir og líkamsárás en hann var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði.

Lögregluþjónar stöðvuðu einnig 17 ára ökumann á Kringlumýrarbraut. Hann var á 113 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar.

Nokkuð var um að ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Einn var á ótryggðum bíl með röng skráningarnúmer.

Afskipti voru höfð af tveimur ökumönnum í nótt, sem grunaðir eru um sölu og kaup fíkniefna. Báðir sögðust vera að kaupa fíkniefni sem fundust í bíl annars þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×