Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 17:00 Margrét Lára Viðarsdóttir endaði landsliðsferilinn með því að skora gegn Lettum fyrir ellefu mánuðum síðan. Getty/Gauti Sveinsson Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira