Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 18:30 Hér má sjá fjölskylduna áður en hún var færð í Covid-próf í dag. Vísir/Baldur Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. Þessi sex manna egypska fjölskylda hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn hafði tekið þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Óttast foreldrarnir að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Verður þeim að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sótti fjölskylduna á Ásbrú og flutti hana til Reykjavíkur þar sem hún var skimuð fyrir Covid. Er það liður í undirbúningi fyrir brottför. Forsætisráðherra sagði í gær að hann væri sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að reglugerðarbreyting komi ekki til greina fyrir fjölskylduna. Fjölskyldumóðirin grátbiður dómsmálaráðherra um að sýna börnunum miskunn. „Ég er að tala til þín, fyrir hönd barna minna, sem fara á götuna ef þetta verður að veruleika. Ekki hunsa okkur,“ segir móðirin Doaa Mohamed Eldeib. Börnin óttast mjög að fara til Egyptalands. „Ég er hrædd um að löggan geri eitthvað við pabba eða mömmu. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Rewida Ibrahim Kedr, dóttir hjónanna. „Í Egyptalandi á fólk ekki fyrir mat og hefur ekki hús. Við viljum ekki fara til Egyptalands,“ segir sonur hjónanna Abdalla Ibrahim Khedr. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. Þessi sex manna egypska fjölskylda hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn hafði tekið þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Óttast foreldrarnir að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Verður þeim að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sótti fjölskylduna á Ásbrú og flutti hana til Reykjavíkur þar sem hún var skimuð fyrir Covid. Er það liður í undirbúningi fyrir brottför. Forsætisráðherra sagði í gær að hann væri sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að reglugerðarbreyting komi ekki til greina fyrir fjölskylduna. Fjölskyldumóðirin grátbiður dómsmálaráðherra um að sýna börnunum miskunn. „Ég er að tala til þín, fyrir hönd barna minna, sem fara á götuna ef þetta verður að veruleika. Ekki hunsa okkur,“ segir móðirin Doaa Mohamed Eldeib. Börnin óttast mjög að fara til Egyptalands. „Ég er hrædd um að löggan geri eitthvað við pabba eða mömmu. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Rewida Ibrahim Kedr, dóttir hjónanna. „Í Egyptalandi á fólk ekki fyrir mat og hefur ekki hús. Við viljum ekki fara til Egyptalands,“ segir sonur hjónanna Abdalla Ibrahim Khedr.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira