Telur brottvísun barnanna stangast á við stjórnarskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 18:11 Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur réttast að mál, líkt og mál egypsku fjölskyldunnar, skuli meta út frá því hvað sé best fyrir börnin, ekki út frá forsendum foreldra og forsjármanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Fordæmi séu fyrir því en hún telur stjórnvöld ekki beita því úrræði nógu oft. Þá telur hún brottvísun barnanna, sem eru fjögur, vera brot á stjórnarskrá landsins. Helga Vala bendir á, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, að samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skuli börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. „Við erum auðvitað skuldbundin að mörgu leiti til að taka sérstakt tillit til barna. Það hefur auðvitað verið vísað mikið í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi og þar segir að það sem er barni fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar stjórnvöld eru að gera ráðstafanir er varða börn,“ segir Helga. „Ég vil benda stjórnvöldum, dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, sem er nú harla ósýnilegur þessa dagana, og forsætisráðherra á það að stjórnarskráin okkar sem eru okkar æðstu lög í landinu beinlínis veita börnum, umfram aðra þjóðfélagshópa, sérstaka vernd.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, hefur sent inn beiðni til velferðarnefndar Alþingis að taka mál fjölskyldunnar til umfjöllunar og grípi inn í. Hann bendir á í bréfi sínu til nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, að brottvísun fjölskyldunnar feli í sér yfirvofandi stjórnarskrárbrot á grundvelli 76. greinar stjórnarskrár Íslands. Önnur almenn lög geti því ekki vikið þessari reglu úr sessi. „Mér finnst ómannúðlegt að senda lítil börn út í fullkomna óvissu, í bráðahættu og óvissu með hvað verður um þau og þeirra foreldra og forsjáraðila. Það er það sem mér finnst ómannúðlegt af íslenskum stjórnvöldum að ætla að gera og finnst eiginlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra telji sig ekki bera eina einustu ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðar þó að málaflokkurinn heyri nú ekki undir hana,“ segir Helga Vala. Hún telur að í málum sem þessum þurfi að meta málið út frá börnunum, ekki foreldrunum eins og gert er í dag. Rannsaka þurfi hvort þeim sé fyrir bestu að vera send úr landi og ef svo er ekki eigi að leifa foreldrunum að vera hér á grundvelli barnanna. „Það sem mér finnst að eigi að gera er að veita þeim [börnum] sérstaklega umönnun og vernd, að það sé sérstaklega þannig að hafið sé yfir allan vafa að óhætt sé að senda þau út í heim á ný,“ segir Helga. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar farið þveröfuga leið, þau hafa farið þá leið að skoða hvort þessum fullorðna einstaklingi sé mögulega óhætt að fara út í algera óvissu, pólitískar ofsóknir, efnahagslega óvissu, ekkert heimili, ekkert fyrirséð hvar viðkomandi á að dvelja eins og þegar verið er að senda viðkomandi til baka til Evrópu og svo framvegis. Og á eftir á segja svo að þetta sé börnunum fyrir bestu, að fylgja foreldrum sínum. Ég myndi horfa á þetta akkúrat öfugt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Stjórnarskrá Börn og uppeldi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16 Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Fordæmi séu fyrir því en hún telur stjórnvöld ekki beita því úrræði nógu oft. Þá telur hún brottvísun barnanna, sem eru fjögur, vera brot á stjórnarskrá landsins. Helga Vala bendir á, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, að samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skuli börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. „Við erum auðvitað skuldbundin að mörgu leiti til að taka sérstakt tillit til barna. Það hefur auðvitað verið vísað mikið í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi og þar segir að það sem er barni fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar stjórnvöld eru að gera ráðstafanir er varða börn,“ segir Helga. „Ég vil benda stjórnvöldum, dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, sem er nú harla ósýnilegur þessa dagana, og forsætisráðherra á það að stjórnarskráin okkar sem eru okkar æðstu lög í landinu beinlínis veita börnum, umfram aðra þjóðfélagshópa, sérstaka vernd.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, hefur sent inn beiðni til velferðarnefndar Alþingis að taka mál fjölskyldunnar til umfjöllunar og grípi inn í. Hann bendir á í bréfi sínu til nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, að brottvísun fjölskyldunnar feli í sér yfirvofandi stjórnarskrárbrot á grundvelli 76. greinar stjórnarskrár Íslands. Önnur almenn lög geti því ekki vikið þessari reglu úr sessi. „Mér finnst ómannúðlegt að senda lítil börn út í fullkomna óvissu, í bráðahættu og óvissu með hvað verður um þau og þeirra foreldra og forsjáraðila. Það er það sem mér finnst ómannúðlegt af íslenskum stjórnvöldum að ætla að gera og finnst eiginlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra telji sig ekki bera eina einustu ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðar þó að málaflokkurinn heyri nú ekki undir hana,“ segir Helga Vala. Hún telur að í málum sem þessum þurfi að meta málið út frá börnunum, ekki foreldrunum eins og gert er í dag. Rannsaka þurfi hvort þeim sé fyrir bestu að vera send úr landi og ef svo er ekki eigi að leifa foreldrunum að vera hér á grundvelli barnanna. „Það sem mér finnst að eigi að gera er að veita þeim [börnum] sérstaklega umönnun og vernd, að það sé sérstaklega þannig að hafið sé yfir allan vafa að óhætt sé að senda þau út í heim á ný,“ segir Helga. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar farið þveröfuga leið, þau hafa farið þá leið að skoða hvort þessum fullorðna einstaklingi sé mögulega óhætt að fara út í algera óvissu, pólitískar ofsóknir, efnahagslega óvissu, ekkert heimili, ekkert fyrirséð hvar viðkomandi á að dvelja eins og þegar verið er að senda viðkomandi til baka til Evrópu og svo framvegis. Og á eftir á segja svo að þetta sé börnunum fyrir bestu, að fylgja foreldrum sínum. Ég myndi horfa á þetta akkúrat öfugt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Stjórnarskrá Börn og uppeldi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16 Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Sjá meira
Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16
Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52