Lífið

„Þetta er allt í úlnliðnum“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Júlían J. K. Jóhannsson og Davíð Örn Hákonarson elduðu saman girnilega rétti úr hráefninu sem er til í eldhúsi íþróttamannsins.
Júlían J. K. Jóhannsson og Davíð Örn Hákonarson elduðu saman girnilega rétti úr hráefninu sem er til í eldhúsi íþróttamannsins. Skjáskot/Allt úr engu

Í þættinum Allt úr engu heimsótti Davíð Örn Hákonarson íþróttamann ársins 2019, kraftlyftingamanninn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían hefur fimm sinnum verið valinn Kraftlyftingakarl ársins, en hann hefur haslað sér völl sem einn af sterkustu keppendum heims í +120 kg flokki. Í þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, elda þeir meðal annars flanksteik, grasker, sveppi, Einnig kennir Davíð Örn áhorfendum að gera pestó úr gömlum laufum og margt fleira.

Í brotinu hér fyrir neðan má sjá tilraun kraftlyftingakappans til þess að reyna að svissa sveppi á pönnu með sólberjum og blóðbergi.

Klippa: Allt úr engu - Davíð Örn heimsækir Júlían

Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.


Tengdar fréttir

Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir

Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.

Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði

Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.