Lífið

Sem barn langaði Gunnari Nelson að verða feitur þegar hann yrði stór

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Nelson oft skemmtilegur.
Gunnar Nelson oft skemmtilegur.

Bardagakappinn Gunnar Nelson mætti á dögunum í yfirheyrsluna í Brennslunni á FM957 og svaraði nokkrum vel völdum spurningum.

Þar kom í ljós að uppáhaldsmaturinn hans er Rib Eye og er einnig mikið fyrir hamborgara.

Gunnar fékk spurninguna hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór sem barn.

„Feitur. Mér fannst ægilega gæjalegt að vera með góða bumbu. Maður var ekki maður með mönnum nema að vera vel í holdum. Helst svona harða bumbu,“ sagði Gunnar.

Gunnar dreymir mjög mikið í svefni og ræðir oft draumana við konu sína. Hans helsti ókostur er hvað hann er óþolinmóður og hann á það til að vera nokkuð utan við sig.

Hér að neðan má sjá yfirheyrsluna í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.