Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 12:30 Krambúðin á vegum Samkaupa er á Flúðum en heimamenn þar og bændur og búalið í nágrenninu fara helst ekki inn í verslunin vegna þess hvað verðið á vörunum er hátt. Sömu sögu er að segja með sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Heimamenn vilja helst fá Nettó verslun á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax.
Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira