Innlent

Fimm til tíu stiga hiti víða um land

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurkort fyrir hádegið í dag.
Veðurkort fyrir hádegið í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Gera má ráð fyrir norðaustan 5 til 15 metrum á sekúndu á landinu í dag, en hvassast verður syðst. Þá mun rigna með köflum á Suður- og Suðvesturlandi en dálitlar skúrir norðan- og norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Í hugleiðingum veðurfræðings þar segir að fremur „aðgerðarlítið“ veður verði næstu daga. Væta á víð og dreif, en í litlu magni. Hiti verði lengst af um 5 til 10 stig að deginum á láglendi, en borið gæti á næturfrosti, einkum á stöðum þar sem léttir til.

Um miðja viku gera spárnar ráð fyrir fyrstu lægðinni í lægðaröð sem hingað stefnir dagana á eftir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag:

Austan 8-13 við S-ströndina, annars hægari vindur. Lítilsháttar rigning S-til á landinu og stöku skúrir fyrir norðan, hiti 5 til 12 stig.

Á þriðjudag:

Vestlæg átt 3-8 og dálítil væta um tíma V-lands, en léttir til á A-verðu landinu. Hiti 6 til 11 stig að deginum.

Á miðvikudag:

Vaxandi sunnanátt. Lengst af bjartviðri á NA- og A-landi, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna síðdegis og um kvöldið, fyrst V-lands. Heldur hlýnandi.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt með rigningu eða skúrum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á föstudag:

Suðvestanátt með rigningu S- og V-til á landinu. Kólnar í bili.

Á laugardag:

Útlit fyrir vætusama sunnan- og suðvestanátt, en úrkomuminna N- og A-lands. Hiti 5 til 10 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.