Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 21:31 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að félagsleg staða barna af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu slæma. vísir/Sigurjón Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa. Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa.
Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira