Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 16:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi hingað til lands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira