Lætur gott heita eftir hálfa öld af bakstri: „Einhvern tímann tekur allt enda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2020 12:52 Árni bakari þakkar góðu og duglegu starfsólki langlífi fyrirtækisins. Einhvern tímann tekur allt enda. Það er gangur lífsins. Þetta segir Árni Aðalbjarnarson, bakari á Ísafirði, sem hyggst loka næstelsta bakaríi landsins í nóvember. Starfsfólki hefur verið sagt upp og óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða fyrir Ísfirðinga. Gamla bakaríið, sem stendur við Aðalstræti í hjarta Ísafjarðar, hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni hefur áhyggjur af því að ganga í svefni um miðjar nætur, halda niður í bakarí til að baka brauð fyrir daginn af gömlum vana. Árni er ellilífeyrisþegi en það hefur reynst honum erfiðara en áður að vakna eldsnemma til að baka brauð og bakkelsi fyrir bæjarbúa. Hann ætlar nú á næstu mánuðum að láta gott heita eftir fimmtíu ár af bakstri. Fjölskyldubakarí í heila öld „Ég er búinn að vera hérna yfir fimmtíu ár í Gamla bakaríinu. Ég byrjaði að læra að læra hérna 1969 og hef verið hérna síðan. Svoleiðis að það er nú bara eins og það er. Allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Árni sem bætir við að kórónuveirufaraldurinn hafi líka sett strik í reikninginn. „Þetta Covid hefur verið hundleiðinlegt og langdregið. Það hefur líka ýtt undir þá hugsun að þetta sé nú ekki allt endalaust.“ Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 af Þorsteini Þorsteinssyni og er næstelsta bakarí landsins. Það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Aðeins Bernhöftsbakarí á sér lengri sögu. Gamla handbragðið í fersku minni sem og þýsku uppskriftirnar Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. „Tryggvi Jóakimsson, afi minn, kaupir brunarústirnar, lagar þetta og byggir þetta hús upp og setur upp bakarí niður í kjallarann þar sem bakaríið hafði verið áður og rekur þetta fram til 1950. Hann fær mág sinn, sem var þýskur og hét Hans Håsler, til að vinna með sér. Hans vann hjá honum fyrstu tólf árin.“ Gamla handbragðið hefur síður en svo gleymst en Árni bakar enn ýmislegt upp úr gömlum uppskriftum frá Hanz og ber þar helst að nefna þýska Stollen jólabrauðið. Faðir Árna tekur við bakaríinu þegar hann snýr heim frá námi í Kaupmannahöfn og rekur það fram til 1970 þegar Aðalbjörn fellur frá. Gamla bakaríið stendur við Aðalstræti, í hjarta Ísafjarðar.Vísir/Vilhelm Vonar að unga kynslóðin taki við keflinu Árni sjálfur tók við rekstrinum ásamt systkinum sínum, móður og eiginkonu. Hann bindur nú vonir við að ný kynslóð taki við keflinu. En þótt Árni verði feginn hvíldinni eru tilfinningarnar sannarlega blendnar eftir fimmtíu ár í faginu. „Já, þetta tekur mjög á. Ég er mest hræddur um að ég eigi eftir að ganga í svefni bara og fara hingað niður í bakarí. En ég vona bara að það komi einhver og kaupi þetta svo að líf verið áfram á torginu og hérna í kringum þetta.“ En hvernig er líf bakarans? Er það gott líf? „Það er svolítið erfitt líf. Maður þarf alltaf að fara snemma að sofa og það er erfitt að fara í frí. Sumrin, þau halda þessu uppi því veturinn er oft mjög erfiður, mikið snjóar og svona og ekkert ferðafólk en þegar mest er að gera þá kemst maður ekki frá. […] Menn þreytast náttúrulega á því að vakna klukkan þrjú, fjögur á nóttunni til að baka brauð. Maður er ekki alltaf sautján ára,“ segir Árni og skellir upp úr. Hann kveðst vera sáttur við sinn hlut og æðrulaus. „Þetta er bara gangur lífsins.“ Hvað skýrir langlífi og velgengni þessa fjölskyldufyrirtækis? Hundrað ár er langur tími. „Ég tel að langlífi fyrirtækja byggist á góðu starfsfólki sem hefur fylgt mér alla tíð.“ Tímamót Verslun Ísafjarðarbær Bakarí Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Einhvern tímann tekur allt enda. Það er gangur lífsins. Þetta segir Árni Aðalbjarnarson, bakari á Ísafirði, sem hyggst loka næstelsta bakaríi landsins í nóvember. Starfsfólki hefur verið sagt upp og óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða fyrir Ísfirðinga. Gamla bakaríið, sem stendur við Aðalstræti í hjarta Ísafjarðar, hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni hefur áhyggjur af því að ganga í svefni um miðjar nætur, halda niður í bakarí til að baka brauð fyrir daginn af gömlum vana. Árni er ellilífeyrisþegi en það hefur reynst honum erfiðara en áður að vakna eldsnemma til að baka brauð og bakkelsi fyrir bæjarbúa. Hann ætlar nú á næstu mánuðum að láta gott heita eftir fimmtíu ár af bakstri. Fjölskyldubakarí í heila öld „Ég er búinn að vera hérna yfir fimmtíu ár í Gamla bakaríinu. Ég byrjaði að læra að læra hérna 1969 og hef verið hérna síðan. Svoleiðis að það er nú bara eins og það er. Allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Árni sem bætir við að kórónuveirufaraldurinn hafi líka sett strik í reikninginn. „Þetta Covid hefur verið hundleiðinlegt og langdregið. Það hefur líka ýtt undir þá hugsun að þetta sé nú ekki allt endalaust.“ Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 af Þorsteini Þorsteinssyni og er næstelsta bakarí landsins. Það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Aðeins Bernhöftsbakarí á sér lengri sögu. Gamla handbragðið í fersku minni sem og þýsku uppskriftirnar Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. „Tryggvi Jóakimsson, afi minn, kaupir brunarústirnar, lagar þetta og byggir þetta hús upp og setur upp bakarí niður í kjallarann þar sem bakaríið hafði verið áður og rekur þetta fram til 1950. Hann fær mág sinn, sem var þýskur og hét Hans Håsler, til að vinna með sér. Hans vann hjá honum fyrstu tólf árin.“ Gamla handbragðið hefur síður en svo gleymst en Árni bakar enn ýmislegt upp úr gömlum uppskriftum frá Hanz og ber þar helst að nefna þýska Stollen jólabrauðið. Faðir Árna tekur við bakaríinu þegar hann snýr heim frá námi í Kaupmannahöfn og rekur það fram til 1970 þegar Aðalbjörn fellur frá. Gamla bakaríið stendur við Aðalstræti, í hjarta Ísafjarðar.Vísir/Vilhelm Vonar að unga kynslóðin taki við keflinu Árni sjálfur tók við rekstrinum ásamt systkinum sínum, móður og eiginkonu. Hann bindur nú vonir við að ný kynslóð taki við keflinu. En þótt Árni verði feginn hvíldinni eru tilfinningarnar sannarlega blendnar eftir fimmtíu ár í faginu. „Já, þetta tekur mjög á. Ég er mest hræddur um að ég eigi eftir að ganga í svefni bara og fara hingað niður í bakarí. En ég vona bara að það komi einhver og kaupi þetta svo að líf verið áfram á torginu og hérna í kringum þetta.“ En hvernig er líf bakarans? Er það gott líf? „Það er svolítið erfitt líf. Maður þarf alltaf að fara snemma að sofa og það er erfitt að fara í frí. Sumrin, þau halda þessu uppi því veturinn er oft mjög erfiður, mikið snjóar og svona og ekkert ferðafólk en þegar mest er að gera þá kemst maður ekki frá. […] Menn þreytast náttúrulega á því að vakna klukkan þrjú, fjögur á nóttunni til að baka brauð. Maður er ekki alltaf sautján ára,“ segir Árni og skellir upp úr. Hann kveðst vera sáttur við sinn hlut og æðrulaus. „Þetta er bara gangur lífsins.“ Hvað skýrir langlífi og velgengni þessa fjölskyldufyrirtækis? Hundrað ár er langur tími. „Ég tel að langlífi fyrirtækja byggist á góðu starfsfólki sem hefur fylgt mér alla tíð.“
Tímamót Verslun Ísafjarðarbær Bakarí Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira