Sóknarprestur Selfosskirkju með regnbogalitaða hárkollu í fermingarmessu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. september 2020 13:00 Guðbjörg Arnardóttir er starfandi sóknarprestur í Selfosskirkju og segist hún oft taka með sér einhvernskonar leikmuni þegar hún heldur ræður í kirkjunni til þess að vekja athygli á boðskapnum. Mynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson „Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær. Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær.
Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“