Innlent

Fjórir greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa verið tekin 94.961 sýni innanlands undanfarið hálft ár.
Alls hafa verið tekin 94.961 sýni innanlands undanfarið hálft ár. Vísir/Vilhelm

Fjögur smit greindust innanlands í gær og þrjú á landamærunum þar sem beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. Tveir þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví, en tveir ekki.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is en samkvæmt þeim liggur einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits.

75 manns eru í einangrun, voru 76 í gær. Þá eru 302 í sóttkví og fer þeim fjölgandi, en 233 voru í sóttkví í gær. Hátt í 25 þúsund hafa lokið sóttkví frá því að faraldurinn hófst hér á landi.

516 einkennasýni voru tekin í gær og 1.068 við landamæraskimun.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er 12,5, en var 12,3 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita 7,4 líkt og í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×