Innlent

Líkamsárás gegn átta ára barni kærð

Samúel Karl Ólason skrifar
Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt.
Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt. Vísir/Vilhelm

Ósakhæfur maður á þrítugsaldri réðst á átta ára dreng á Akureyri og hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Maðurinn er í öryggisvistun en atvikið átti sér stað á mánudaginn í síðustu viku.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir lögreglunni að málið sé á frumstigi en það sé litið alvarlegum augum.

Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt. Með honum voru tveir starfsmenn en maðurinn hljóp undan þeim og réðst á drenginn. Rúv hefur eftir Karólínu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra búsetusviðs Akureyrar, að um hörmulegt slys sé að ræða. Hún segist harma atvikið.

Karólína segir einnig að til skoðunar sé að flytja úrræðið, sem er staðsett í íbúðarhverfi. Það hafi ekki verið þannig þegar úrræðið var staðsett þarna fyrst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×