„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 11:44 Kristján Oddsson mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV. Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent