Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 10:18 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“ Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“
Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira