Ótvíræður árangur af landamæraskimun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2020 18:16 Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Innlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Sjá meira
Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Innlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Sjá meira
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56