Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 17:16 Starfsmaðurinn sem um ræðir lét af störfum í febrúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. Um 2,5% þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafa verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu nú síðdegis. Þar kemur fram að starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið, en þó sé ekki hægt að fullyrða að heilsubresturinn hafi stuðlað að þeim mistökum sem voru gerð. Starfsmanninum hefur verið boðin áfallahjálp. „Strax og málið kom upp, í lok júní síðastliðnum, fór í gang víðtæk endurskoðun á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði rannsakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rannsakað á árinu 2018, voru talin gefa ástæðu til frekari skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Ekkert tilvik sé þó jafn alvarlegt og það sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Þá hefur Krabbameinsfélagið gripið til frekari ráðstafana eftir að málið kom upp og meðal annars óskað eftir upplýsingum frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni konunnar. Fleiri konur hafa sett sig í samband við hann undanfarna daga og er hann með eitt til tvö dæmi um sambærileg mál. Krabbameinsfélagið hefur jafnframt óskað eftir að Embætti landlæknis taki þau mál til skoðunar. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli Í tilkynningunni segir að með reglubundinni skimun sé hægt að koma í veg leghálskrabbamein í 90 prósent tilvika. Skimunin nái þó aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á krabbameini, stundum þróist það á skömmum tíma eða að greining sýnis úr skimun sé röng. „Greining frumubreytinga í leghálsi er flókið ferli og það er ekki alltaf einfalt að sjá hvort frumubreytingar séu eðlilegar eða óeðlilegar,“ segir í tilkynningunni. Þó er tekið fram að í tilfelli konunnar sem fór í skimun árið 2018 hafi frumubreytingarnar átt að vera greinanlegar. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018 en í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Æxlið sem greindist var sjö sentimetrar. Ný tækni hefur þó verið tekin í notkun á leitarstöðinni sem er sögð minnka hættuna á samskonar mistökum. „Árið 2019 var tekin í notkun ný tölvustýrð smásjá á frumurannsóknarstofunni þar sem gervigreind forskimar öll sýni og dregur fram þá hluta sýnanna sem ástæða er til að skoða betur. Tilkoma tækisins dregur enn frekar úr hættu á mannlegum mistökum.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. Um 2,5% þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafa verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu nú síðdegis. Þar kemur fram að starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið, en þó sé ekki hægt að fullyrða að heilsubresturinn hafi stuðlað að þeim mistökum sem voru gerð. Starfsmanninum hefur verið boðin áfallahjálp. „Strax og málið kom upp, í lok júní síðastliðnum, fór í gang víðtæk endurskoðun á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði rannsakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rannsakað á árinu 2018, voru talin gefa ástæðu til frekari skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Ekkert tilvik sé þó jafn alvarlegt og það sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Þá hefur Krabbameinsfélagið gripið til frekari ráðstafana eftir að málið kom upp og meðal annars óskað eftir upplýsingum frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni konunnar. Fleiri konur hafa sett sig í samband við hann undanfarna daga og er hann með eitt til tvö dæmi um sambærileg mál. Krabbameinsfélagið hefur jafnframt óskað eftir að Embætti landlæknis taki þau mál til skoðunar. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli Í tilkynningunni segir að með reglubundinni skimun sé hægt að koma í veg leghálskrabbamein í 90 prósent tilvika. Skimunin nái þó aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á krabbameini, stundum þróist það á skömmum tíma eða að greining sýnis úr skimun sé röng. „Greining frumubreytinga í leghálsi er flókið ferli og það er ekki alltaf einfalt að sjá hvort frumubreytingar séu eðlilegar eða óeðlilegar,“ segir í tilkynningunni. Þó er tekið fram að í tilfelli konunnar sem fór í skimun árið 2018 hafi frumubreytingarnar átt að vera greinanlegar. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018 en í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Æxlið sem greindist var sjö sentimetrar. Ný tækni hefur þó verið tekin í notkun á leitarstöðinni sem er sögð minnka hættuna á samskonar mistökum. „Árið 2019 var tekin í notkun ný tölvustýrð smásjá á frumurannsóknarstofunni þar sem gervigreind forskimar öll sýni og dregur fram þá hluta sýnanna sem ástæða er til að skoða betur. Tilkoma tækisins dregur enn frekar úr hættu á mannlegum mistökum.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent