Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:19 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út sem er í gildi núna. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira