Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:19 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út sem er í gildi núna. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira