„Barnið mitt þekkir ekki annað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 16:30 Sara Snorradóttir hefur barist við krabbamein síðustu þrjú ár og átti nýfætt barn þegar hún greindist. Vísir/Vilhelm „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00