Innlent

Íslendingarnir hræddir við þá og fátt nema hnetur og flögur að borða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rob Dorsett, hér lengst til vinstri, að störfum fyrir Sky Sports. Hann er nú staddur hér á landi.
Rob Dorsett, hér lengst til vinstri, að störfum fyrir Sky Sports. Hann er nú staddur hér á landi. Getty/Simon Cooper

Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands.

Í pistli sem Dorsett skrifar á vef Sky Sports lýsir hann því hvernig hann og myndatökumaður hans, maður nafni Scott Drummond, hafi verið í sóttkví á hótelherbergi þeirra í fjóra daga. Þeir, líkt og aðrir sem koma hingað til lands, þurftu að fara í skimun við komuna til landsins, og bíða þeir nú eftir seinni skimuninni svo þeir geti losnað úr sóttkvínni.

Borðuðu hnetur og flögur í tvo daga

Dorsett er einn af nokkrum enskum blaðamönnum sem fylgt hafa landsliði Englands fyrir leikinn gegn Íslands í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Hann segir að dvölin í sóttkvínni sé farinn að taka sinn toll þar sem þeir félagar hafi nær ekker að gera, og hefur þeim meðal annars reynst erfitt að nálgast mat.

„Það er enginn herbergisþjónusta. Einungis listi yfir veitingastaði og kaffihúsi sem við getum hringt í og reynt að fá sendan mat þaðan til okkar. Laugardagskvöldið voru allir staðirnir of uppteknir til þess að þjónusta okkar,“ skrifar Dorsett auk þess sem að þeim hafi ekki reynst unnt að panta mat í gegnum heimsendingarþjónustu í gegnum netið þar sem viðkomandi þjónustuaðili hafi tekið við breskum kreditkortum.

„Eftir að hafa borðað ávexti, flögur og hnetur í tvo daga, og útrúnnið Sushi sem við keyptum í verslun þegar við komum til landsins tók það okkur fjóra tíma að fá kebab-stað hérna í nágrenninu til að senda okkur pítsu, klukkan hálf eitt að nóttu til,“ skrifar Dorsett.

Þá segist hann upplifa það að Íslendingar séu hræddir við þá þegar þeir fari í stutta göngutúra einu sinni á dag.

Enski blaðamaðurinn Henry Winter er einn af þeim sem komið hafa frá Englandi til að fjalla um leikinn. Hann virðist ánægður með íslenska fyrirkomulaguð á landamærunum.

„Við lítum út eins og „útlendingar“ og þeir forðast okkur,“ skrifar Dorsett. Þá hafi þeir reynt að pata mat á veitingastað sem var að afgreiða fólk á útisvæði.

„Við spurðum þjónustustúlkuna hvort hún gæti afgreitt okkur á eftir en þá hrifsaði hún matseðlana til sín, sagði að þau mættu það ekki og dreif sig aftur inn,“ skrifar Dorsett.

Ljóst er að Dorsett er mikið niðri fyrir og segir hann að upplifunin hér á landi sé mjög sérstök samanburið við venjulega, þar sem þeir félagar geti sest niður eftir vinnudaginn og gripið sér bjór og mat með kollegunum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×