Kári svarar Herði og spyr hverju hann hafi átt að hóta ríkisstjórninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 08:49 Frá því fyrr í sumar eftir að Kári Stefánsson fór á fund ráðherra. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira