Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. september 2020 07:00 Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira