Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 18:31 Þeir sem beita umsáturseinelti hafa verið nefndir eltihrellar. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. Refsivert verður að „hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða“ eins og það er orðað í drögunum. Þau birtust í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að mikilvægt þyki að lögfesta sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti til að treysta „enn frekar“ vernd kvenna og barna hér á landi. Ákvæðið kæmi til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Nálgunarbann þykir ekki veita þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða ofsóknum. Það sé ennfremur ekki refsing heldur þvingunaraðgerð sem takmarkar athafnafrelsi þess sem það er lagt á. Brot gegn nálgunarbanni er sjálfstætt refsivert brot. Aðferðin verði refsiverð sé hún endurtekin Vísar dómsmálaráðuneytið til Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem Evrópuráðið samþykkti árið 2011 og íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 2018. Á grundvelli samnings var íslenskum lögum breytt og inn í þau voru sett ákvæði um nauðungarhjónarbönd og ofbeldi í nánum samböndum. Í samningnum var einnig kveðið á um að aðilar að honum gerðu nauðsynlegar ráðstafanir vegna umsáturseineltis. Sérstakt ákvæði um það er nú að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við íslensk hegningarlög sækir fyrirmynd sína sérstaklega til norska og finnska ákvæðisins auk Istanbúlsamningsins. Aðferð, sem beitt er við umsáturseinelti þarf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun, sem ein og sér er ekki refsiverð, orðið það ef hún er endurtekin. „Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan mann í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s.s. á spjallborðum eða netsamfélagsmiðlum. Þá getur umsáturseinelti falist í að skemma eigur manns, skilja eftir ummerki um nálægð á persónulegum eignum hans eða jafnvel gæludýri,“ segir í greinargerðinni. Heimilisofbeldi Alþingi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. Refsivert verður að „hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða“ eins og það er orðað í drögunum. Þau birtust í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að mikilvægt þyki að lögfesta sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti til að treysta „enn frekar“ vernd kvenna og barna hér á landi. Ákvæðið kæmi til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Nálgunarbann þykir ekki veita þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða ofsóknum. Það sé ennfremur ekki refsing heldur þvingunaraðgerð sem takmarkar athafnafrelsi þess sem það er lagt á. Brot gegn nálgunarbanni er sjálfstætt refsivert brot. Aðferðin verði refsiverð sé hún endurtekin Vísar dómsmálaráðuneytið til Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem Evrópuráðið samþykkti árið 2011 og íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 2018. Á grundvelli samnings var íslenskum lögum breytt og inn í þau voru sett ákvæði um nauðungarhjónarbönd og ofbeldi í nánum samböndum. Í samningnum var einnig kveðið á um að aðilar að honum gerðu nauðsynlegar ráðstafanir vegna umsáturseineltis. Sérstakt ákvæði um það er nú að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við íslensk hegningarlög sækir fyrirmynd sína sérstaklega til norska og finnska ákvæðisins auk Istanbúlsamningsins. Aðferð, sem beitt er við umsáturseinelti þarf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun, sem ein og sér er ekki refsiverð, orðið það ef hún er endurtekin. „Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan mann í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s.s. á spjallborðum eða netsamfélagsmiðlum. Þá getur umsáturseinelti falist í að skemma eigur manns, skilja eftir ummerki um nálægð á persónulegum eignum hans eða jafnvel gæludýri,“ segir í greinargerðinni.
Heimilisofbeldi Alþingi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira