Erlent

Hjarta fyrsta bæjarstjórans fannst í kistu í gosbrunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Gosbrunnurinn sem um ræðir
Gosbrunnurinn sem um ræðir Mynd/Facebook

Þegar verið var að gera upp gamlan gosbrunn í bænum Verviers í Belgíu, fannst kista úr sinki. Í henni fannst svo krukka sem innihélt hjarta fyrsta bæjarstjóra Verviers. Kistan, sem fannst þann 20. ágúst, er nú á safni bæjarins. Sögusagnir um tilvist kistunnar hafa verið á kreiki allt frá 19. öldinni.

Bæjarstjórinn Pierre David dó árið 1839, þá 68 ára gamall, en smíði gosbrunnsins lauk ekki fyrr en 1883. Á kistunni sjálfri stendur að henni hafi verið komið fyrir það ár. David hafði verið bæjarstjóri frá 1798 allt þar til hann dó, samkvæmt frétt Brussels Times.

Styttan fannst í holrými ofarlega í gosbrunninum, sem er nefndur í höfuðið á bæjarstjóranum upprunalega. Nánar tiltekið var kistan í steini sem var fyrir aftan styttu af David.

Hér má sjá færslu Christine Magis, sem situr í bæjarráði Verviers. 

Bravo aux équipes en charge des travaux ainsi qu à toute l équipe du Musée des Beaux Arts de Verviers. Dans le respect...

Posted by Christine Magis on Monday, 31 August 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×