„September hefst með látum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 11:35 Gular viðvaranir eru í gildi fyrir fimmtudag og föstudag. Mynd/Veðurstofa Ísland „September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður. Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
„September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan.
Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira